Vesturhlið: þar sem draumur þinn um sumarhús verður að veruleika í friðsælu umhverfi

Vesturhlið er nýtt sumarhúsasvæði rétt fyrir utan Selfoss, þar sem náttúran og róin mætast. Við bjóðum upp á fallegar og vel staðsettar sumarhúsalóðir með stuttan akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Hvort sem þú leitar að friðsælu athvarfi eða framtíðarlóð fyrir draumasumarhúsið, þá er Vesturhlið staðurinn.

Vesturhlið: þar sem draumur þinn um sumarhús verður að veruleika í friðsælu umhverfi

Hlutverk okkar

Hlutverk okkar í Vesturhlið verkefninu fólst í því að skapa heildstæða og aðlaðandi kynningu fyrir svæðið. Við sáum um vefhönnun og vefþróun, ásamt ljósmyndun, 360 gráðu myndatökum og drónamyndböndum. Markmiðið var að sýna náttúrufegurð og staðsetningu lóðanna á áhrifaríkan og upplýsandi hátt, með notendavæna vefsíðu og sjónrænt sterku efni.

Vefþróun

Vefhönnun

Ljósmyndun

Drónamyndbönd

Lógó

Vesturhlið: þar sem draumur þinn um sumarhús verður að veruleika í friðsælu umhverfi

Tækni og lausn

Vefsíðan fyrir Vesturhlið var hönnuð og þróuð með áherslu á hraða, skýra framsetningu og áreynslulausa upplifun fyrir notendur. Við völdum Next.js sem grunn að verkefninu vegna sveigjanleika, mikillar frammistöðu og góðrar samþættingar við nútíma verkflæði. Vefurinn er hýstur á Vercel, sem tryggir örugga og hraðvirka afhendingu efnis um allan heim. Til að sýna staðsetningu og umfang lóðanna nýttum við Google Maps API og settum upp sérsniðna kortalausn þar sem gestir geta skoðað úthlutaðar lóðir og fengið góða yfirsýn yfir svæðið. Myndefni var samþætt á áhrifaríkan hátt inn í vefinn, þar á meðal 360 gráðu myndir og drónamyndbönd sem gefa raunsanna og sjónrænt sterka upplifun af Vesturhlið. Öll lausnin var fínstillt fyrir hraða, aðgengi og leitarvélabestun, þannig að notendur fá skýra og hnökralausa upplifun á öllum tækjum.

Vesturhlið: þar sem draumur þinn um sumarhús verður að veruleika í friðsælu umhverfi