B27 er nýtt íslenskt fatamerki með sportlegum og nútímalegum stíl. Merkið leggur áherslu á einfaldleika, flott snið og fatnað sem hentar bæði í íþróttum og hversdagslífi.
Heimsækja vefsíðu
B27 þurfti stílhreina og vel hannaða vefverslun til að koma vörunum sínum á framfæri. Við settum upp heimasíðu sem leggur áherslu á einfaldleika, hraða og skýra sýn á vörulínuna. Til að styðja við kynningu og sölu vörunnar hönnuðum við einnig auglýsingarefni sem nær til markhópsins með sterkri sjónrænni framsetningu og stíl sem endurspeglar anda B27.
Shopify vefþróun
Vefhönnun
Vörumerkjahönnun
Auglýsingahönnun
Vefurinn var byggður á Shopify, sem hentar vel fyrir einfalda og stöðuga netverslun. Við settum upp sérsniðið þema og einfaldan flæði fyrir vörur, greiðslur og sendingar. Allt efni er auðvelt að uppfæra og vefurinn styður fleiri en eitt tungumál. Vefurinn er hýstur beint hjá Shopify, sem tryggir góða frammistöðu og öryggi.